mánudagur, mars 01, 2004

Dreymdi að Roberto Carlos hefði mætt á 6.flokks æfingu hjá mér. Man ekki alveg hvað gerðist svo en þetta vakti upp spurningar. Væri hann a-liðsmaður eða b-liðsmaður? Ætli hann geti e-ð í stórfiskaleik? Eða í tröllaleiknum? Og loks; ætli Jói eða Danni geti stillt upp fótboltaliði (með sjálfum sér innanborðs) sem gæti unnið mitt lið (að neðan)? Reglurnar yrðu að vera þær að þeir mættu bara nota þrjá leikmenn sem ég hef þegar notað og það er bannað að skipta sjálfum sér útaf.

Buffon

Thuram Ferdinand Nesta Carlos

Beckham Viera Zidane (c) Duff

Henry Krissi

Þið eigið gólfið...

Engin ummæli: