33 gegn 29.
Ef þessar tölur táknuðu fjölda íbúa Raufarhafnar sem vita hvað handsápa er kæmi það mér ekki úr jafnvægi.
Ef þessar tölur táknuðu fjölda framsóknarmanna í Hafnarfirði sem geta klætt sig sjálfir í fötin á morgnana kæmi það mér ekki á óvart.
En að þetta séu úrslit leiks ÍBV og FH í handbolta í kvöld gerir mig bullandi fúlan. Menn ná alltaf að sökkva lægra og lægra. Nú hefur okkur tekist að tapa tvisvar fyrir ÍBV í vetur. Þvílíkt andleysi! Við erum með miklu betur mannað lið! Þvílíkur eymdarbragur yfir einu liði! Þetta stóð á eyjar.is:
"Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka fengu tveir leikmenn ÍBV tveggja mínútna brottvísun en Eyjamenn höfðu þá tveggja marka forskot."
Svo fer leikurinn bara 33-29! Eyjamenn skora tvö síðustu mörkin tveimur færri! Hvað er að? Kunna okkar menn ekki leikreglurnar? Nenna þeir ekki í úrslitakeppnina? Logi, Addi Pé, Svavar, Maggi Sigmunds, Gvendur Peð, Hjörtur, Binni; þessir menn myndu valsa inn í byrjunarlið hjá ÍBV en tapa samt leiknum, jafnvel á kafla þegar þeir eru tveimur fleiri.
Þetta er eitthvað sem risinn getur ekki sætt sig við. Leikmenn fá enn eitt tækifæri til að taka sig á og í slefandi vitleysu og blindni verða stuðningsmenn að vona að þeir geri það... En þangað til verðum við bara að óska Eyjamönnum, Selfyssingum, Mosfellingum og öðrum lítilfjörlegum miðlungsliðum til hamingju með stigin. Usss....
miðvikudagur, mars 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli