fimmtudagur, mars 04, 2004

Var að fá snilldar fréttir. Þannig er mál með vexti að ég er að fara í útskriftarferð til Tailands 16. maí (búinn í prófum 14.). Það á að millilenda í London og halda þaðan til Malasíu...
Allavega þá kom sú hugmynd upp að fara degi fyrr út og ná leik í síðstu umferð ensku deildarinnar. Þeir leikir sem koma til greina eru Arsenal-Leicester eða Chelsea-Leeds. Erfitt val, Arsenal gæti verið að lyfta bikarnum og gaman væri að sjá Eið... Langar samt mest á Liverpool-Newcastle á Anfield en sá möguleiki er víst ekki til staðar.
Veit að við getum fengið miða á Arsenal leikinn en veit ekkert með hinn leikinn og lítið mál virðist vera að breyta flugtímanum til London....

Hversu snjallt er þetta!!!:)

Auk þess er búið að opna Baggalútinn aftur,
þetta er góður dagur, fyrir utan veikindi undirritaðs!

Engin ummæli: