sunnudagur, febrúar 29, 2004

Endurfundir

Skellti mér í partí með gömlu félögunum síðan úr Öldutúnsskóla. Skrítið að hitta gamla pakkið aftur eftir langan tíma. Þegar ég gekk inn í stofuna flugu myndir um hugann, allt eins og það var í "gamla daga". Meira að segja um leið og maður settist niður og fór að spjalla leiddist talið strax út í þá sálma að tala illa um "lúðana" eða þá sem fundu sig ekki í neinum hóp í grunnskóla. Setningar eins og; "XXX en ennþá alger(t) hlussa(nörd)" eða "XXXXX er komin með kærasta" í niðrandi tón. Eins og fólk væri enn á sama stað og það var í grunnskóla. Mér leiddist þessar umræður og fór ég meira að segja að leiða hugann að því hvernig ég ætti að leysa ákveðið verkefni í skólanum frekar en að hlusta á þetta...
Sem betur fer fór umræðan út í aðra sálma og var gaman að sjá hvað allir eru á sitthvorum staðnum í lífinu m.v. í grunnskóla, sumir byrjaðir að ala börn og buru eða í húsakaupa hugleiðingum á meðan aðrir eru áhyggjulausir í skóla, fullir allar helgar.
Eftir dágóða drykkju og spjall lá leið hópsins niður á bæjarpöbb allra bæjarpöbba eða sjálfan A. Hansen þar sem stefnt var að því að þenja raddböndin í kareoke... þar skildu leiðir því að ég
varð að halda heim á leið vegna mikilla anna í skólanum. Krissi gæti kannski komið með framhaldið héðan....

Allavega var mjög snjallt að hitta gömlu félagana og sjá hvar þeir eru niðurkomnir, verst var hvað vantaði marga, en það er nú bara alltaf þannig...

Engin ummæli: