Áskorunin mikla - Fréttir af undirbúningi
Þegar ég var búinn að þjálfa í dag ákvað ég að taka smá skokk til að ég vinni Krissa örugglega í Áskoruninni miklu. Ég ákvað að skokka að bóndabæ einum er Sveinungsvík heitir, minnti að það væri hæfilega langt.
Ég fór af stað og komst brátt að því að það er svolleiðis miklu lengra í Sveinugsvík en mig minnti. Þar að auki var sterkur vindur og brattar brekkur á leiðinni.
En ég ákvað að láta ekki deigan síga og hélt mig við fyrri áætlun. Einum og hálfum tíma síðar skreið ég inn á Raufarhöfn aftur, nær dauða en lífi. Komst að því að ég hafði tekið einhverja rúma 10 kílómetra!!!
Skemmst er frá því að segja að þegar ég kom heim titraði ég allur og skalf og enn er ástand mitt hræðilegt.
En ég hugga mig þó við það að Krissi gæti aldrei skokkað tíu kílómetra þó að hann fengi róbóta með slími fyrir það...
Undirbúningur fyrir Áskorunina miklu er því kominn á fullt skrið og Krissi má aldeilis passa sig.
joiskag
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli