mánudagur, mars 22, 2004

Fréttir af æfingunum
Daníel skoraði á okkur Krissa að birta hér á blogginu fréttir að æfingum fyrir veðmálið mikla. Rifjum aðeins upp um hvað það snýst fyrir nýja lesendur. Krissi skoraði á mig í 400m hlaup á páskadagsmorgun kl. 10:00. Sigurvegarinn labbar burtu með einn kass af bjór, en sá sem tapar þarf að taka þátt í Kvennahlaupinu í sumar.
Það er því ljóst að það er til mikils að vinna.

Persónulega get ég ekki sagt að æfingar hafi verið stífar hjá mér þar sem ég býst ekki við að þufa að hlaupa þetta hlaup. Við þekkjum öll meiðslasögu Krissa og ég þori að veðja að hann meiðist fyrir hlaupið, ja allavega á hann eftir að þykjast hafa meiðst því hann veit að hann getur ekki unnið mig.
Ég treysti aðallega á forna frægð á frjálsíþróttvellinum. Kristmundur man eflaust ekki eftir því að 400m hlaup var mín sérgrein á árum áður, varð m.a. íslandsmeistari í flokki 19-22 ára þegar ég var 19 ára. Haha!!
Fornum afrekum mínum til staðfestingar birti ég hér smá brot úr metaskrá frjálsíþróttasambands Íslands sem sínir svart á hvítu þrjú glæsileg íslandsmet, m.a. eitt í 400m hlaupi.

Drengir 17 - 18 ára - Utanhúss
4x100 metra boðhlaup 44,6 Sveit FH FH Reykjavík 15/09/97
(Björn B. Björnsson, Aron F. Lúðvíksson, Jóhann Skagfjörð, Sveinn Þórarinsson)
4x200 metra boðhlaup 1:35,2 Sveit FH FH Reykjavík 15/09/97
(Björn Bragi Björnsson, Aron F. Lúðvíksson, Jóhann Skagförð, Sveinn Þórarinsson)
Sveinar 15 - 16 ára - Utanhúss
4x400 metra boðhlaup
3:43,8 Landssveit ISL Reykjavík 24/10/97
(Björgvin Víkingsson FH, Stefán Ág. Hafsteinsson ÍR, Jóhann Skagfjörð FH, Ívar Örn Indriðason Á)

Ég trúi því statt og stöðugt að ég þurfi engar æfingar til að sigra Krissa. Forn frægð mín á þessum vettvangi mun tryggja mér öruggan sigur og kassa af bjór.

joiskag

Engin ummæli: