föstudagur, mars 26, 2004

REGLUR
Hér eru reglur sem snúa að hlaupinu.

1. Einungis er heimilt að keppa á skóm með háum hæl, lágmark 4cm
2. Keppendur skulu vera í mislitum keppnisgöllum svo að auðveldlega megi greina á milli þeirra.
3. Aðeins er leyfilegt að taka eina vatnspásu á meðan hlaupi stendur.
4. Keppendur skulu mæta a.m.k. 15 mínútum fyrir hlaup til þess að koma í veg fyrir seinkun á móti.
5. Öll meðferð kóladrykkja og sælgætis er stanglega bönnuð á mótsstað.
6. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er æskilega á mótsstað.
7. Óheimilt er að láta annan en skráðan hlaupara hlaupa í áskoruninni.
8. Ef keppandi er lengur en 60 sek. að hlaupa 400 metrana þá þarf hann að hlaupa 10km í kvennahlaupinu næsta sumar, óháð því í hvaða sæti hann er.
9. Brot á þessum reglum gerir keppanda samstundis brottrækan úr áskorun og þarf hann að afplána dóm sinn með þáttöku í kvennahlaupinu næsta sumar.

Framkvæmdarstjórn Áskorunarinnar miklu

Engin ummæli: