föstudagur, mars 19, 2004

"Maggi eipaði"

Var að kíkja á this.is/fh og lesa um leik FH og Fram sem fór 2:1 fyrir okkur fimleikamönnum.
Allan og Ármann skoruðu FH mörkin en Framarar úr víti eftir að Maggi netverji hafði brotið á einhverjum kappa.
Segir um þetta á síðunni:

Á 33. mínútu dró svo aftur til tíðinda þegar dómarinn geðþekki, Garðar Örn Hinriksson, dæmdi víti á FH eftir að Andri Steinn hafði þvælst eitthvað í lappirnar á Magga. Maggi "eipaði" gjörsamlega"

Eins og ég þekki Magga þá er hann rólyndismaður og því kom þetta mér á óvart.

Í kjölfarið hef ég nokkrar spurningar fyrir Magga:

i) Hvað er að eipa gjörsamlega?
ii) Ætlarðu oft að gefa víti í leikjum, ef svo er nenniru þá að fara í KR?
iii) Megum við eiga von á því að þú eipir einhverntímann á okkur í matarboði af því að maturinn var ekki nógu góður?
iv) iVarstu pirraður út í dóminn eða bara að því að það er langt síðan þú hefur fengið að ríða?

bara forvitni

Engin ummæli: