sunnudagur, mars 14, 2004

Í dag er það ljóst að jarðlíf Daníels Scheving spannar nákvæmlega 23 ár. Ekki þori ég þó að fullyrða hvort tilvera hans hafi einhverja þýðingu en í tilefni dagsins ætla ég samt sem áður að birta ágrip af lífi þessa pörupilts.

14. mars 1981 – Fæddur var sonur Elísabetar Daníelsdóttur og Hallgríms Scheving (Halli bömp). Barnið var skírt Daníel en hlaut í flimtingum gælunafnið Uglufés í skírnarveislunni.
1984-89 – Lítið er vitað um líf Daníels þessi ár. Þó eru heimildir fyrir því að hann hafi verið kallaður Dondi og veit það ekki á gott. Vitað er að hann sá einu sinni apana í Sædýrasafninu. Þá er vitað að snæuglurnar gerðu sér afar dælt við Donda í sömu för.
1991 – Meig í heitan pott fyrir áeggjan Péturs frænda síns. Engin meðmæli það.
1992 – Vitað til að hann hafi ælt í flugvél og ælt á Pálma Hlöðversson, æskufélaga sinn. Oft vísað til þessa tímabils í lífi Daníels sem æluáranna.
1996 – Fór úr axlarliði í fyrsta sinn á flótta undan lögreglumönnum. Lögreglumennirnir höfðu ekkert á Daníel en flóttinn var vel heppnaður. Lögreglan í Hafnarfirði klófesti þennan 14 ára pörupilt þó síðar þar sem einn félaga hans sagði til hans.
1997 – Fór á sitt fyrsta framhaldsskólaball og kynntist fyrstu ást sinni, Helenu. Hún var með grænt, hrokkið hár og var frá þeirri stundu ávallt erfitt að fylla skarð hennar (þ.e. skarð hennar var afar stórt... ). Einnig var hún frekar feit.
1999 – Fór í ferð á Akureyri og steig í vænginn við einhverja skröggfurðulega skrautpíu er kallaðist Kristrún. Hvað varð eiginlega um þá fígúru?
2000 – Fór í ferð á Akureyri og festi sjálf sitt í hlekkjum mongólitans Mongó. Eftir hálftíma baráttu viðstaddra við að halda Mongó í líkama Daníels kom Danni því miður aftur.
2001 – Oft talað um þetta ár sem glæpatímabil Daníels. Meðal þess er hann stal á ófyrirleitinn hátt var málverk, leðurstóll og snjókarl. Meðal þeirra sem skiptu sér af þessari óprúttnu hegðun voru lögreglan í Hafnarfirði, starfsmenn knæpu og hópur leðurhomma undir forystu framkvæmdarstjóra Flugleiða.
2003 – Stóð fyrir glaðbeittu en vafasömu kabarettsjói á skemmtun verkfræðinema. Daníel kom af fúsum og frjálsum vilja fram í sokkabuxum og g-streng og vakti kátínu sumra og losta annarra. Samt fyrirlitningu flestra. Seinna á árinu drap hann gullfisk á kráarrölti og var gómaður við að stela skeið af skemmtistað (reyndar ansi grand skeið).

Af gefnu tilefni er það ítrekað að þessi ótrúlega lífssaga er á allan hátt sönn og mega þeir sem sjá eitthvað athugavert við hana stíga fram sem fyrst. Einnig væri vel þegið að heyra þær sögur sem ég gleymdi.

Engin ummæli: