Jói tekur áskorun Krissa!
1972 var háð einvígi aldarinnar í Reykjavík. Spassky og Fischer háðu þar stríð stútfullt af heilabrotum og hugarleikfimi. Nú er hins vegar ljóst að einvígi 21. aldarinnar verður líkamlegt.
Öll löggild leyfi hafa verið fengin og keppendur hafa tilkynnt þátttöku á opinberum vettvangi. Eftir tæpan mánuð, á páskadag (11. apríl) mun klukkan slá tíu og í sömu andrá munu tveir spóaleggir etja kappi í 400 m hlaupi á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika. Þessir menn eiga það sameiginlegt að vera í versta formi ævi sinnar í dag en munu kappkosta við að bæta úr því áður en flautan gellur páskadaginn örlagaríka. Á þeirri stundu verður það ljóst hver reynist í betra formi og hver þarf að taka þátt í Kvennahlaupinu.
Vefmiðillinn pagecannotbefound.blogspot.com mun vitaskuld fylgja þessu kapphlaupi eftir næstu vikur. Í deiglunni er að koma á fót veðbanka, smella könnun á vefinn og taka hetjurnar tali og fá innsýn í undirbúninginn.
Gott fólk... Verður það nærsýni rafturinn eða gamli meiðslapésinn sem fagnar sigri? Fylgist vel með...
mánudagur, mars 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli