Mynd segir milljón sinnum meira en þúsund orð
Jahá, það er sko rétt og það er svei mér gott að blallamennirnir (og kannski konurnar) á dv.is eru líka með það á hreinu. Sérstaklega var það sko gott í frétt þar sem fjallað er um bandarískan barnaníðing sem gengur laus (enda erfitt að ganga fastur). Myndefnið er aldeilis frábært; stafli af blaðamöppum og stóll og mynd í bakgrunn.
Myndatextinn er svo snarpur og lýsandi hjá þeim dv.is mönnum (og kannski konum): Myndin tengist ekki málinu. Hvílík snilld!
Þess má geta að myndin hér að neðan tengist þessari bloggfærslu ekki neitt. (Ég og dv.is mennirnir (og konurnar) erum bara svo hrifin af því að hafa myndir með, bara einhverjar)
- - -
Willum (á pillum) Valsþjálfari sagði í tíufréttum að það hafi verið þvert á allar áætlanir liðsins að fá á sig mark á fyrstu mínútu í Evrópuleiknum gegn Bate. Takk fyrir að leiðrétta misskilninginn sportí.
Einhver ætti síðan hugsanlega kannski (en bara hugsanlega kannski) að benda Willum (á pillum) á að það veit ekki á gott að fara í leik með margar áætlanir. Það ruglar bara treggáfuðu fótboltakallana sem missa eina heilasellu í hvert skipti sem þeir skalla boltann (og þeir eru kannski búnir að æfa síðan þeir voru 5 ára...það eru margir skallar og margar heilasellur). Þess vegna skalla ég aldrei þegar ég er í fótbolta. Hræðsla við að meiða mig kemur því sko alls ekki baun í bala við. Honestly.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli