mánudagur, júlí 21, 2008

Jóhann var að koma úr sturtu og er nakinn að horfa á sjónvarpið

Ég elska þessar litlu setningar sem fólk setur fyrir neðan nafnið sitt á MSN og Facebook. Allir eitthvað að segja voða mikið frá því hvað þeir eru / voru / ætla að gera. Mjög krúttlegt (er kannski gay að segja krúttlegt?)

Þökk sé þessum litlu skilaboðum veit ég að Hallur hennar Steinu heldur með Þrótt, Silju Úlfars hlakkar til að fá Vigni sinn heim og Hanna Guðný er "nánast bara búin að pakka og svo er það bara Tenerife á morgun."

En þar sem ég held ekki með Þrótt, hlakka ekkert til að fá Bryndísi heim af stelpukvöldinu og er ekki búinn að pakka neinu þar sem ég er ekki að fara til Tenerife á morgun hef í frá litlu að segja í mínum "smáskilaboðum".

Ég ákvað því að vera frumlegur og skapandi.


Jóhann hlakkar til næstu helgi...swinger helgi í bústaðnum með fimm pörum sem við höfum aldrei hitt áður...jei.


Vonum bara að þessir 155 Facebook vinir mínir séu allir að fatta húmorinn...

Engin ummæli: