þriðjudagur, júlí 15, 2008

Tenglar dagsins

Tónlistarmaðurinn, dagskrárgerðarmaðurinn, veitingahúsarýnirinn og Hafnfirðingurinn Hjörtur Howser býður upp á tengla dagsins.

Fyrst ber að nefna síðu helgaða þeim merka atburð þegar Djords Búss mun láta af embætti (og eigum við ekki að vona að Obama taki við). Á síðunni er Djords semsagt talinn niður (þó ekki talaður niður - það væri of venjulegt eitthvað). Smellið hér til að skoða.

Hin síðan er tileinkuð Hæstaréttarmáli númer 214, Guðmundar og Geirfinnsmálinu (sem gæti allt eins heitið Guðmundarmálið annarsvegar og svo Geirfinnsmálið hinsvegar). Nokkuð skemmtileg lesning ef maður hefur dauðan tíma (að segja dauður tími er næstum því jafn slæmt og að tala um að eitthvað sé fríkeypis) Smellið hér til að skoða.

Át.

Engin ummæli: