Skyldur bloggarans og of létt tónlistargetraun
Þar sem ég er bloggari ætti ég, blogglögum samkvæmt, að taka eindregna afstöðu í Paul Ramses málinu (og þá helst með Paul og á móti Útlendingastofnun).
Sem bloggari ætti ég einnig að skrifa um frábæran öfugmælaleiðara Binga í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag (og bæta við nokkrum harðorðum setningum um ríkisstjórnina).
Svo gæti ég líka kvartað og kveinað yfir Rússum og Kínverjum fyrir að spara ekki neitunarvaldið sitt í Öryggisráðinu, sagt frá lélegri þjónustu í 10/11 og frá því hvað ég gerði nú um helgina.
En það ætla ég alls ekki að gera. Í staðinn ætla ég að henda inn einni laufléttri músíkgetraun, fyrrum aðalsmerki þessarar síðu. Öll aðstoð Internetsins við öflun svara er með öllu óheimil. Sigurvegarinn fær að fara í sleik við Brynju. Að venju er spurt um heiti lags og flytjanda.
1.
Children waiting for the day they feel good,
Happy birthday, happy birthday,
Made to feel the way that every child should
Sit and listen, sit and listen.
2.
Ef börnin í þig ónotum hreyta,
æskirðu liðsinnis buguð af þraut.
Og bóndinn hann segir bless og er farinn
og búið það tekur að vanta graut.
3.
being attractive is the most important thing there is
if you want to catch the biggest fish in your pond
you have to be as attractive as possible
make sure to keep your hair spotlessly clean
wash it at least every two weeks
once every two weeks
and if you see johnny football hero in the hall
tell him he played a great game
(tell him you liked his article in the newspaper)
4.
Baby, can’t you see
I’m calling a guy like you
Should wear a warning,
it’s dangerous i’m fallin’
There’s no escape, I can’t wait
I need a hit, Baby, give me it
You’re dangerous, I’m lovin’ it
Held að þessi sé í léttari kantinum, en þar sem Daníel er lítið á netinu þessa dagana vegna anna við að redda álveri í Helguvík rafmagni og Krissi ekkert á netinu þessa dagana þar sem hann er í verslunarferð í H&M í Svíþjóð (og fáir aðrir vita um tilvist þessarar síðu) held ég þessari getraun opinni út vikuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli