mánudagur, mars 29, 2004

Ég byrgi þetta ekki inni mikið lengur. Sjónvarpsþátturinn Landsins snjallasti á Skjáeinum er versti sjónvarpsþáttur sem gerður hefur verið. Hugmyndin um það að skutla lesbíunni Rósu í settið með slatta af púðum og tómatsafa er betri. Þátturinn þar sem gaurinn úr Hellisbúanum lék sínöldrandi og óþolandi kerlingarskrukku sem hét Bára var betra sjónvarpsefni.

Hvaða bjáni gerist svo bíræfinn halda að það að borða búðing sé gott sjónvarpsefni? Hvaða gáfumaður telur einn léttan leik af samstæðuspilinu auka áhorf? Að raða kúlum í rétta röð eftir lit! Er verið að hæðast að okkur? Spilar einhver samstæðuspilið? Og hvað er málið með þessa glyðru? Hún er svo ótalandi, vélræn og vandræðaleg að maður finnur til með henni.

Því spyr ég: Hefur fólk e-n tíma séð verri þátt en þennan? Getur fólk ímyndað sér sjónvarpsþátt sem gæti mögulega verið verri en þessi? Er þetta löglegt?

Engin ummæli: