föstudagur, ágúst 08, 2008

Takk fyrir FRÁBÆRAR viðtökur!!!

Já, það er nú aldeilis og sérdeilis óhætt að segja að könnun sú sem var á bloggsíðu þessari hafi slegið í gegn!

Þegar talið var upp úr kjörkössunum kom í ljós að heil fjögur atkvæði höfðu verið greidd! VÁ!!!!!!!!

Spurt var hvað á besti við þig og svaraði einn að hann kynni ekki að lesa, tveir sögðust vera með þurrkublett í andlitinu og einn sagðist girnast konu náunga síns.

Enn og aftur takk kærlega og innilega fyrir frábærar viðtökur. Það er ljóst að könnunin er komin til að vera!!!

Engin ummæli: