fimmtudagur, júlí 24, 2008

Skrifstofudjobbið

Veit ekki alveg hvernig skrifstofudjobbið er að leggjast í mig. Töluvert öðruvísi en annað sem ég hef gert. Mér fannst ég til dæmis mun frjálsari þegar ég kenndi einhentum börnum í Súdan að joggla eða þegar ég kenndi munaðarlausum börnum í Namibíu að tala íslensku.

Ég er drulluhræddur að verða snappa einn daginn, rústa básnum mínum og sulla niður fullu glasi vatni. Taka ruglið eins og þetta fólk.

Engin ummæli: